Losunardagatal

Hirðutíðni tunna í Reykjavík tók breytingum um áramótin.

Grá tunna og spartunna er hirt á 14 daga fresti að jafnaði og blá og græn tunna á 21 daga fresti að jafnaði.

Byrjað var að hirða samkvæmt nýju fyrirkomulagi þann 4. janúar 2016. Þar sem um töluverðar breytingar á fyrirkomulagi hirðu er að ræða verður ekki gefið út hefðbundið sorphirðudagatal fyrr en reynsla er komin á fyrirkomulagið. Þangað til munu upplýsingar um áætlað hirðusvæði verða sett inn á heimasíðu borgarinnar vikulega, reykjavik.is.

Íbúar geta jafnframt haft samband hafi þeir fyrirspurnir um hirðu í síma 411 1111 eða sent tölvupóst á netfangið sorphirda@reykjavik.is.

Panta / breyta tunnu