Söfnunarstöðvar

Grenndar- og endurvinnslustöðvar

GRENNDARSTÖÐVAR
Alls eru 57 grenndarstöðvar í Reykjavík og 85 á höfuðborgarsvæðinu. Þeim er ætlað að taka á móti úrgangi frá heimilum. Plasti og pappírsefnum er hægt að skila á grenndarstöðvar. Við Kjarvalsstaði, Skógarsel, Laugardalslaug og á Kjalarnesi er jafnframt hægt að skila gleri.

Um 85% íbúa hafa aðgengi að grenndarstöðvum í 500 metra fjarlægð frá heimili sínu eða minna. Á grenndarstöðvum stendur Bandalag Íslenskra Skáta (BÍS) fyrir söfnun á skilagjaldsskyldum umbúðum auk þess sem Rauði krossinn er með söfnunargáma fyrir fatnað, skó og aðra vefnaðarvöru (textíl).

ENDURVINNSLUSTÖÐVAR
Sex endurvinnslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrjár í Reykjavík, við Sævarhöfða, Ánanaust og Jafnasel. Endurvinnslustöðvar eru bæði fyrir úrgang frá íbúum og rekstaraðilum. Endurvinnslustöðvarnar taka á móti 32 úrgangsflokkum og eru ætlaðar til losunar smærri farma, undir tveimur rúmmetrum.


Endurvinnslu-app

Nátturan.is hefur þróað iPhone-app með upplýsingum um endurvinnslustaði og endurvinnsluflokka.
Sæktu appið hérna

 

Þarf að tæma grenndargám?
Hringdu í síma 660 2249eða sendu okkur tölvupóst og sorphirda@reykjavik.is láttu okkur vita.

Panta / breyta tunnu Smellið hér