Græn tunna

Fyrir plast

Græn tunna
- Plast til endurvinnslu
Mjúkt plast
Er meðal annars:
  • plastpokar
  • plastfilmur
  • bóluplast
Hart plast
Er meðal annars:
  • Plastbakkar
  • Plastílát og brúsar af ýmsu tagi undan hreinsiefnum, matvöru, mjólkurvörum og kjötvörum
  • Frauðplast og minni hlutir úr plasti.

  • Engar matarleifar
  • Enginn pappír eða pappi
  • Engin spilliefni eða umbúðir utan af spilliefnum
  • Engir málmar
  • Engin rafmagnstæki eða rafhlöður
Mikilvægt er að hreinsa allar matar- og efnaleifar af plastinu og minnka rúmmál eins og mögulegt er áður en það er sett í tunnuna. Brúsum og öðrum ílátum úr plasti undan hættulegum efnum þarf að skila á endurvinnslustöðvar sem spilliefni og mega ekki fara í grænu tunnuna. Athugið að endurvinnslugildi plastins rýrnar verulega ef aðrir úrgangsflokkar eru í bland við plastið. Plast má setja laust í tunnuna. Tunnan nýtist betur ef rúmmál plastsins er minnkað eins og mögulegt er. Góð flokkun er forsenda endurvinnslu.

Reiknaðu út hvað kostar að bæta við eða breyta tunnum.

Hér er hægt að sækja gögn um tunnuna til að prenta út

Hægt er að efnisendurvinna stóran hluta plasts og brennsla til orkunýtingar er ákjósanlegri valkostur en urðun í þeim tilvikum þar sem endurvinnsla er ekki fýsileg af einhverjum ástæðum.

Blá tunna

Fyrir pappír

Blá tunna
- pappír til endurvinnslu
Bylgjupappi
Pítsukassar, pappakassar.
Fernur
Drykkjarfernur og aðrar fernur – einnig með plasttöppum.
Skrifstofupappír
Ljósritunarpappír og umslög. Hefti og bréfaklemmur mega fara með.
Sléttur pappi
Morgunkornskassar, kexkassar, umbúðapappi og eggjabakkar.
Dagblöð og tímarit
Auglýsingapóstur, dreifiefni úr pappír, bækur og kiljur.

  • Ekkert aukarusl
  • Engir plastpokar
  • Engar matarleifar
Pappírinn og pappinn á að fara laus í tunnurnar en ekki í plastpoka. Hreinsa þarf matarleifar af pappírsefnunum áður þau eru sett í tunnuna. Athugið að endurvinnslugildi pappírsins rýrnar verulega ef aðrir úrgangsflokkar eru í bland við pappírsefnin. Tunnan nýtist betur ef rúmmál pappírsins er minnkað eins og mögulegt er. Góð flokkun er forsenda endurvinnslu.

Reiknaðu út hvað kostar að bæta við eða breyta tunnum.

Hér er hægt að sækja gögn um tunnuna til að prenta út

Brún tunna

Eldhúsúrgangur til
gas- og jarðgerðar

LÍFRÆNN ELDHÚSSÚRGANGUR
  • Matarafgangar, kjöt og fiskafgangar þar með talin bein
  • Ávextir og grænmeti,
  • Brauð og kökur,
  • Kaffikorgur, tepokar
  • Eldhúspappír, servíettur
  • Afskorin blóm og plöntur

  • Ekki aukarusl
  • Ekki plast eða plastpokar
  • Ekki málmar
  • Ekki dósir eða flöskur
  • Ekki gler
  • Ekki spilliefni eða rafhlöður
  • Ekki klæði
  • Ekki lyf
Úrgangurinn má vera í maíspokum eða bréfpokum en ekki í plastpokum eða lífplastpokum því þeir geta einnig innihaldið plast. Einnig má vefja dagblaði utan um úrganginn og setja í tunnuna. Sé úrgangur settur laus í tunnuna verður hún óhrein og getur komið frá henni lykt. Íbúar sjá um um þrif á tunnum.

Grá tunna

Fyrir blandaðan úrgang

Grá tunna
- efni til metanframleiðslu
Blandaður úrgangur
Er meðal annars:
  • Matarsmitaðar umbúðir
  • Samsettar umbúðir
  • Ryksugupokar
  • Einnota bleyjur
Lausir málmar
  • T.d. niðursuðudósir
  • Sprittkertakoppar
  • Álbakkar og lok
  • Athugið að málmum má einnig skila á endurvinnslustöðvar og fer þá hærra hlutfall til endurvinnslu.

  • Enginn endurvinnanlegur pappír eða pappi
  • Engar dósir eða flöskur með skilagjaldi
  • Enginn garðaúrgangur, jarðefni eða grjót
  • Engar rafhlöður
  • Engin spilliefni, lyf eða annar hættulegur úrgangur
  • Ekki timbur, brotamálm, múrbrot eða annar grófur úrgangur
  • Ekki gler
  • Ekki textíll

Spartunna

Fyrir eldhúsúrgangur til gas- og jarðgerðar

MINNA MAGN – LÆGRA VERÐ

Spartunna
- efni til metanframleiðslu
Spartunnan er minni en sú hefðbundna og tekur 120 lítra í stað 240. Spartunnan er losuð jafn oft eða á 14 daga fresti.
Blandaður úrgangur
Er meðal annars:
  • Matarsmitaðar umbúðir
  • Samsettar umbúðir
  • Ryksugupokar
  • Einnota bleyjur
Lausir málmar
• T.d. niðursuðudósir, sprittkertakoppar, álbakkar og lok. Athugið að málmum má einnig skila á endurvinnslustöðvar og fer þá hærra hlutfall til endurvinnslu.

  • Enginn endurvinnanlegur pappír eða pappi
  • Engar dósir eða flöskur með skilagjaldi
  • Enginn garðaúrgangur, jarðefni eða grjót
  • Engar rafhlöður
  • Engin spilliefni, lyf eða annar hættulegur úrgangur
  • Ekki timbur, brotamálm, múrbrot eða annar grófur úrgangur
  • Ekki gler
  • Ekki textíll

Settu dæmið upp

Eins og það hentar þér

Getur þú fengið þér spartunnu og brúntunnu í stað einnar stærri?
Getur þú fækkað gráu tunnunum og fengið þér bláa eða græna í staðinn?
Getur þú fengið þér spartunnu í stað þeirrar stærri?
Hægt er að reikna sorphirðugjöld í reikninum til hliðar
Nota má formið neðar á síðunni til að óska eftir breytingum

Græn - 240 lítrar

Plast. Sótt að jafnaði á 21 daga fresti 12.000 kr. á ári

Blá - 240 lítrar

Pappír og pappi. Sótt að jafnaði á 21 daga fresti 11.900 kr. á ári

Brún - 140 lítrar

Lífrænn eldhúsúrgangur. Sótt að jafnaði á 14 daga fresti 15.500 kr. á ári

Grá - 240 lítrar

Blandaður úrgangur. Sótt að jafnaði á 14 daga fresti 40.700 kr. á ári

Spar - 120 lítrar

Blandaður úrgangur. Sótt að jafnaði á 14 daga fresti 25.200 kr. á ári


Athugið að stjórn húsfélags þarf að taka sameiginlega ákvörðun.

Ítarefni og áhugaverðir hlekkir
Ítarefni fyrir húsfélög
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík (PDF)
Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík.
Allir íbúar geta pantað brúna tunnu. Byrjað verður að dreifa brúnni tunnu í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti í september 2021. Álagning miðast við þá viku sem tunnan er afhent íbúum.

    Smelltu á plúsinn til að bæta við tunnu eða á tunnu til að fjarlægja hana.
    Verð er án skrefagjalds
    Smelltu á plúsinn til að bæta við tunnu eða á tunnu til að fjarlægja hana.
    Verð er án skrefagjalds
    Húsfélög geta óskað eftir 660 l kerjum í stað hefðbundinna 240 l tunna ef aðstæður leyfa.
Kr.
Panta / breyta tunnu Smellið hér